Réttarhöldin yfir Watchmen…

Baráttan yfir eignarrétt á Watchmen milli Warner Bros og Twentieth Century Fox heldur áfram og nú munu réttarhöldin hefjast þann 6. janúar 2009.  Upprunalegi útgáfudagur Watchmen var 6. mars 2009 en það mun langlíklegast frestast þar sem réttarhöldin gætu hugsanlega tekið allt árið 2009 til þess að dæma úr málinu.

Mitt álit:

Sorglegt að Warner og Fox geta ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu þar sem þeir eru að leika sér með örlög myndar sem er hugsanlegt meistaraverk.  Þetta mál getur gengið það langt að það skaði myndina töluvert, en það virðist vera að útgáfudagur myndarinnar muni breytast, spurningin er aðeins hve mikið.

Tengdar fréttir:

19.8.2008 Watchmen með smá vanda!


21.8.2008 Watchmen í varanlegri hættu…