George Clooney fékk verðlaun fyrir leik sinn í myndinni The Descendants á Golden Globe verðlaunahátíðinni í gær. Hátíðin var haldin í 69. skiptið við vel heppnaða athöfn. Jim Burke, framleiðandi The Descendants, hrósaði Clooney hástert og sagði m.a. að um væri að ræða bestu frammistöðu hans á ferlinum.
Ein af áhugaverðari myndum síðustu ára, The Artist, fékk þrenn verðlaun. Meryl Streep fékk einnig verðlaun fyrir túlkun sína á járnfrúnni ásamt því að Michelle Williams fékk verðlaun fyrir túlkun sína á Marilyn Monroe, en Monroe fékk sömu verðlaun árið 1960 fyrir hlutverk sitt í Some Like It Hot. Aðrar stórstjörnur slógu einnig í gegn í gær, m.a. Martin Scorcese og Morgan Freeman.
Kanóna kvöldsins var þó að öllum líkindum Ricky Gervais, en hann var kynnir hátíðarinnar í þriðja sinn. Hann hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir frammistöðu sína, sérstaklega í ljósi þess að hann sagði ‘f***’ orðið á einum tímapunkti. Áhugasamir geta horft á opnunarræðu hans hér fyrir neðan (ég elska þennan gæja).
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir vinningshafa Golden Globes 2012.
Kvikmyndaflokkar
Besta dramamynd
The Descendants
Besta gamanmynd/söngleikur
The Artist
Besta teiknimynd
The Adventures of TinTin
Besti aðalleikari í dramamynd
George Clooney, The Descendants
Besti leikari í aðalhlutverki í gamanmynd eða söngleik
Jean Dujardin, The Artist
Besti leikari í aukahlutverki
Christopher Plummer, Beginners
Besta leikkona í aðalhlutverki í dramamynd
Meryl Streep, The Iron Lady
Besta leikkona í aðalhlutverki í gamanmynd eða söngleik
Michelle Williams, My Week with Marilyn
Besta leikkona í aukahlutverki
Octavia Spencer, The Help
Besti leikstjóri
Martin Scorsese, Hugo
Besta handrit
Midnight in Paris, Woody Allen
Besta tónlist í kvikmynd
The Artist – Ludovic Bource
Besta lagið í kvikmynd
„Masterpiece“ – Madonna
Besta erlenda kvikmynd
A Separation, Iran
Cecil B. Demille Heiðursverðlaunin
Morgan Freeman
Sjónvarpsflokkar
Bestu gamanþættir eða söngleikir
Modern Family
Besta sjónvarpsserían – Drama
Homeland
Besta örþáttasería
Downton Abbey
Besti leikari í aðalhlutverki í dramaþáttaseríu
Kelsey Grammer, Boss
Besti leikari í aðalhlutverki í gamanþáttum eða söngleik
Matt LeBlanc, Episodes
Besti leikari í aukahlutverki í sjónvarpsseríu, örþáttaseríu eða sjónvarpsmynd
Peter Dinklage, Game of Thrones
Besta leikkona í aðahlutverki í dramaþáttaseríu
Claire Danes, Homeland
Besta leikkona í aðalhlutverki í gamanþáttum eða söngleik
Laura Dern, Enlightened
Besta aukaleikkona í aukahlutverki í sjónvarpsseríu, örþáttaseríu eða sjónvarpsmynd
Jessica Lange, American Horror Story
Besta leikari í aðalhlutverki í sjónvarpsmynd
Idris Elba, Luther
Besta leikkona í aðalhlutverki í sjónvarpsmynd
Kate Winslet, Mildred Pierce