Universal tilkynntu fyrir stuttu að hætt yrði við gerð Riddick 3 vegna peningaskorts. Eftir strangar samningaviðræður er ljóst að myndin hefur tryggt sér fjármagn og verður gerð eftir allt saman.
Vin Diesel verður í aðalhlutverki rétt eins og í Pitch Black og The Chronicles of Riddick, en í báðum myndunum leikur Diesel alræmda glæpamanninn Riddick sem er eftirlýstur í alheiminum og verður að flakka á milli pláneta til að halda sér á lífi, en The Chronicles of Riddick (2004) kom út sem sjálfstætt framhald af Pitch Black (2000).
Það að þriðja myndin byggð á Riddick sé í bígerð er fagnaðarefni fyrir aðdáendur myndanna. Ljóst er að Riddick 3 verður R-Rated og Vin Diesel er sagður hafa sætt sig við að vinna fyrir lágmarkslaun svo að myndin yrði gerð. Diesel er mjög æstur yfir þessari mynd, enda hefur hann verið að tala um hana í viðtölum síðustu 2 ár.
Útgáfudagsetning hefur enn ekki verið ákveðin en ljóst er að söguþráðurinn felur í sér mannaveiðara, geimverur og hugsanlega tortímingu heimaplánetu Riddick (!) Lofar góðu!