RIFF aldrei stærri

Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, er lokið en eins og kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni þá var sett aðsóknarmet, auk þess sem erlendir gestir hafa aldrei verið fleiri.

riff 2

Hátt í 30 þúsund manns sáu kvikmyndasýningar og viðburði á glæsilegri dagskrá RIFF í ár.

riff 1Í tilkynningu RIFF segir að markmið RIFF sé eins og áður það sama. Að kynna fyrir Íslendingum nýjar og spennandi kvikmyndir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að vekja umræðu og umtal um samfélagsleg málefni með heimi kvikmyndarinnar og að tengja saman íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk í samtal og samvinnu. „RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmyndahátíðarkort, hana sækir bransafólk og túristar víðs vegar að úr heiminum.“

Í tilkynningunni segir að nú þegar sé hafinn undirbúningur fyrir RIFF 2016. Opnað verði fyrir umsóknir 15. febrúar og hátíðin sjálf muni fara fram dagana 29. sept. – 9. okt. 2016.

 

 

Stikk: