Gamanleikarinn góðkunni Rob Schneider ( The Animal ) er með nýja mynd í undirbúningi. Nefnist hún The Hot Chick og verður gerð fyrir músahúsið Disney. Skrifaði Schneider sjálfur handritið ásamt vini sínum Tom Brady, en þeir skrifuðu saman handritið að The Animal, og í þetta sinn mun Tom leikstýra og verður það frumraun hans á því sviði. Myndin fjallar um unga, fallega en sjálfsánægða stúlku sem vaknar einn morguninn og kemst að því að hún hefur breyst í rúmlega þrítugan, klepraðan karlmann (Schneider). Meðan hún reynir að komast að því hvernig þetta hafi gerst og komast aftur í sitt upprunalega form, lærir hún dýrmæta lexíu um hina innri fegurð (blahblahblah).

