Tímaritið Variety segir frá því í dag að kvikmyndaverið MGM, sem lýsti yfir gjaldþroti fyrir nokkru, leggji nú af stað með endurgerðir á ýmsum kvikmyndaseríum. Þar á meðal eru Robocop og Poltergeist.
Robocop kom út árið 1987 í leikstjórn Paul Verhoeven og fjallaði um lögreglumann sem er gerður að vélmenni eftir að hann slasast alvarlega. Ekki er vitað hverjir munu taka verkefnið að sér en aðdáendur upprunalegu seríunnar munu eflaust fylgjast grannt með því. Það sama má segja um hina sígildu hrollvekju Poltergeist frá árinu 1982, í henni barðist fjölskylda við illkvittna drauga, en upprunalega handritið skrifaði Steven Spielberg.
– Bjarki Dagur