Breski leikarinn Tim Curry, sem þekktastur er fyrir að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Rocky Horror Picture Show og Clue, er sagður hafa fengið alvarlegt slag á heimili sínu í Hollywood Hills í Los Angeles í Bandaríkjunum í gærkvöldi.
Curry, sem er 67 ára gamall, er sagður á batavegi, og „líði mjög vel“.
Það var breska dagblaðið The Daily Mail sem greindi frá þessum á vefsíðu sinni.
Umboðsmaður Curry, Marcia Hurwitz, er sögð hafa sagt blaðinu, „Tim líður frábærlega,“ og bætti við „Hann getur spjallað og er að ná sér hratt og líður vel.“
Tim Curry í sínu þekktasta hlutverki sem Dr. Frank-N-Furter í költ-söngvamyndinni The Rocky Horror Picture Show.


