Leikkonan Rooney Mara, sem verður bráðum þekkt sem bandaríska útgáfan af Lisbeth Salander, er talin eiga góða möguleika á því að fara með aðalkvenhlutverkið í endurgerð Spikes Lee af kóresku myndinni Oldboy.
Mark Protosevich er að skrifa handritið og byggir það frekar á upprunalegu manga-sögunum í staðinn fyrir þá mynd sem við þekkjum öll í dag. Upprunalega sagan fjallar um mann sem, af einhverjum ástæðum, hefur verið innilokaður í sérstöku herbergi í 15 ár. Eftir að honum er sleppt kemst hann að því að fjölskylda hans hefur verið myrt. Angandi af reiði leitar hann hefnda. Aftur á móti gerir hann sér ekki grein fyrir því að þetta hefndarplan hans er fyrirfram skipulagt og aðeins upphafið á því sem þeir sem hófu þetta ætlast til af honum.
Josh Brolin fer með aðalhlutverkið og er talið að Christian Bale gæti tekið að sér hlutverki illmennisins. Hann hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um það og segist fyrst ætla að klára The Dark Knight Rises áður en hann segir til um það.
Tökur á myndinni hefjast í mars á næsta ári.