Kvikmyndaverið Warner Bros hefur nælt í leikkonuna Rooney Mara fyrir hlutverkið sem indjánastelpan, Tiger Lily, í kvikmyndinni Pan. Mara hefur áður gert garðinn frægan í myndum á borð við The Girl With The Dragon Tattoo og nú síðast í Her.
Kvikmyndaverið hafði leitað vel og lengi að leikkonu fyrir hlutverkið og var m.a. haft samband við Lupita Nyong’o og Adele Exarchopoulos áður en það var ákveðið að ráða Mara.
Handritið að myndinni er glæný nálgun á hina klassísku sögu um Pétur Pan og gerist í seinni heimstyrjöldinni. Pan er munaðarleysingi sem er rænt af sjóræningjum og tekinn til Neverland, þar uppgvötar hann að hans tilgangur sé að bjarga landinu frá hinum illu sjóræningjum.
Enn á eftir að finna leikara í aðalhlutverkið og er verið að leita að leikara á aldrinum 10 – 15 ára. Hugh Jackman hefur nú þegar staðfest sig í hlutverk Svartskeggs og hefur leikarinn Garrett Hedlund einnig bæst í hópinn.
Mara er nú að leika í myndinni Carol, ásamt Cate Blanchett. Myndinni er leikstýrt af Todd Haynes, sem gerði m.a. Bob Dylan myndina I’m Not There.