Robocop leikstjórinn Paul Verhoeven er mættur aftur til leiks með nýja mynd, Elle, með Isabelle Huppert í aðalhlutverkinu, en í dag kom út fyrsta stikla fyrir myndina.
Um er að ræða spennumynd um konu sem ákveður að hefna sín eftir að ráðist er á hana, og upphefst mikill kattar og músar eltingarleikur.
Myndin verður frumsýnd í Frakklandi í september nk. en óvíst er með dreifingu í Bandaríkjunum.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Elle (Paul Verhoeven 2016) : bande annonce HD by cloneweb
„Ég hef sterka tilfinningu fyrir þessari mynd, um að ég væri að gera eitthvað nýtt, eins og þegar ég gerði RoboCop,“ sagði leikstjórinn á síðasta ári, og bætti við að um væri að ræða ráðgátu, en hluti myndarinnar fjallar um það þegar persóna Huppert er að reyna að átta sig á hvort að sá sem nauðgaði henni sé einhver sem hún þekki.
Söguþráðurinn er annars þessi: Þegar Michelle, sem er forstjóri tölvuleikjafyrirtækis, verður fyrir árás ókunnugs manns á heimili sínu, þá vill hún ekki láta það hafa áhrif á vel skipulagt líf sitt. Hún fær 75 ár gamla móður sína, fjöldamorðingjann föður sinn sem situr í fangelsi, fordekraðan og seinþroska son sinn, fyrrum eiginmann og ástmann, til að hjálpa sér. En morðinginn á ennþá eitthvað vantalað við hana, og fer að elta hana, en Michelle situr um hann á móti og upphefst einskonar leikur sem fer fljótt úr böndunum.
Aðrir helstu leikarar eru Laurent Lafitte Anne Consigny.