Sammi Jack í Robocop reboot

Samuel L. Jackson er sagður vera í samningaviðræðum um að leika fjölmiðlajöfurinn Pat Novak í Robocop endurgerðinni sem kemur í bíó næsta sumar. Áður hafa Gary Oldman og Joel Kinnaman (The Killing) staðfest að þeir muni leika í myndinni. Oldman mun leika vísindamanninn sem býr til Robocop og Kinnaman mun leika Robocop sjálfan!

Fyrsta Robocop myndin kom út árið 1987 og skartaði Peter Weller í aðalhlutverki. Robocop 2 kom síðan út árið 1990 og var svo léleg að Weller ákvað að leika ekki í þriðju myndinni sem kom út 1993.

Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en José Padilha, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Elite Squad myndunum. Jackson birtist síðast í stórmyndinni The Avengers eins og flestir vita, og mun einnig leika hlutverk í næstu mynd Quentin Tarantino, Django Unchained.

Sjii. Ég veit ekki með þetta. Eina ástæðan fyrir því að ég hef snefil af trú á þessu rebooti er út af leikstjóranum því Jackson er nú þekktur fyrir að leika í hvaða mynd sem er fyrir nógu mikinn pening (Snakes on a Plane anyone ? Og nei hún var ekki góð. Nei hún er ekki cult-mynd. Hún er skítur á priki).

Stikk: