Samuel L. Jackson endurtekur ræðuna úr Pulp Fiction

Samuel L. Jackson var í viðtali hjá hinum Graham Norton á dögunum, þar sem hann var að kynna herferðina Love the Glove, sem beinir sjónum sínum að heilsu karlmanna.

Í miðju viðtalinu var hann spurður hvort hann mundi eftir „Ezekiel 25:17“ ræðunni sem hann fór svo frægt með í kvikmyndinni Pulp Fiction, sem kom út fyrir tuttugu árum. Án þess að hika hóf Jackson ræðuna undir eins og má segja að hann sé með gott minni því ræðan rann snurðulaust fyrir sig undir dramatískum tónum.

samuel_l_jackson_graham_norton_show

Leikkonan Keira Knightley var einnig stödd hjá Norton og klappaði innilega fyrir Jackson eftir að hann lauk við ræðuna og hrósaði honum fyrir.

Hér að neðan má sjá myndbandið úr viðtalinu og fyrir neðan það má sjá upprunalegu ræðuna úr Pulp Fiction.