Sandman verður loksins að veruleika

Joseph Gordon-Levitt ætlar að framleiða kvikmynd byggða á myndasögum Neil Gaiman, Sandman. Þetta tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni.

Looper-1

Gordon-Levitt vakti lukku með fyrsta leikstjóraverkefni sínu, Don Jon. Svo gæti farið að hann leikstýri Sandman einnig eða leiki aðalhlutverkið en það á eftir að koma betur í ljós.

David S. Goyer, sem skrifaði handritin að Batman Begins og Man of Steel, mun aðstoða Looper-leikarann við myndina. Enginn handritshöfundur hefur samt verið ráðinn.

Sandman-bækur Gaiman komu út á árunum 1989 til 1996 og fjölluðu um fígúruna Dream. Lengi hefur staðið til að gera mynd eftir þeim en aldrei hefur neitt orðið úr þeim áformum.