Sarafian látinn – blés Tarantino anda í brjóst

richardRichard C. Sarafian, sem leikstýrði myndinni Vanishing Point frá árinu 1971 lést í dag af völdum lungnabólgu. Hann var 83 ára.

Sarafian, sem var fæddur í New York borg, hafði dottið nýlega og brotið nokkur rifbein og bak. Hann fékk sýkingu í lungun þegar hann var að jafna sig á slysinu.

Leikstjórn Sarafian á hinni sígildu bílamynd Vanishing Point, var Quentin Tarantino sérstakur innblástur, en hann þakkaði Sarafian sérstaklega í kredit-lista bílamyndarinnar Death Proof frá árinu 2007.

Sarafian leikstýrði nokkrum sjónvarpsseríum, eins og Batman, I Spy, 77 Sunset Strip og Gunsmoke. Síðasta verkefni hans sem leikstjóri var mynd frá árinu 2011, Zorro: The Legend Continues.

Sarafian kom einnig fram hinum megin myndavélarinnar, en á meðal verkefna hans sem leikara voru hlutverk í myndum góðs vinar hans Warren Beatty, eins og Bullworth og Bugsy. 

Hann lætur eftir sig dótturina Catherine Sarafian. 

 

Stikk: