Schwarzenegger í smábæ – stikla

Komin er ný nærri tveggja og hálfs mínútna stikla fyrir nýjustu mynd Arnold Schwarzenegger, The Last Stand, en áður hafði komið út kitla fyrir tveimur mánuðum síðan.

Leikstjóri er Kim Ji-woon sem gerði myndirnar The Good, The Bad, The Weird og I Saw the Devil, en þetta er fyrsta Hollywood mynd leikstjórans.

Sjáið stikluna hér fyrir neðan:

 

Söguþráður myndarinnar er þessi:

Eftir að hafa hætt í eiturlyfjadeild lögreglunnar í Los Angeles, eftir að misheppnuð lögregluaðgerð skildi hann eftir með efitrsjá og kvíða, þá er lögreglustjórinn Ray Owens fluttur frá borginni, og í rólegan lítinn bæ sem kallast Sommerton Junction, þar sem glæpir eru öllu minni en í stórborginni.
En friðsælli tilveru bæjarins er snúið á hvolf þegar Gabriel Cortez, hættulegasti og eftirsóttasti eiturlyfjabaróninn í hinum vestræna heimi, sleppur úr fangelsisbíl.
Með hjálp skuggalegra málaliða, sem Icy Burrell stjórnar, byrjar keppni um að komast að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á 250 mílna hraða á klukkustund í sérútbúnum Corvette ZR1 með gísl í eftirdragi.
Leið Cortez liggur beint í gegnum Summerton Junction, þar sem stórt lögreglulið er mætt, þar á meðal lögregluforinginn John Bannister, sem gerir síðustu tilraun til að góma Cortez áður en hann sleppur yfir landamærin.

Í fyrstu er Ray Owens tregur til að taka þátt í aðgerðinni, en að lokum safnar hann liði sínu saman og tekur málin í sínar hendur, og magnað lokauppgjör á sér stað.