Julia Louis-Dreyfus og Jason Alexander mætast loksins í sjónvarpinu á ný. Alexander mun birtast í þáttaröðinni „The New Adventures of Old Christine“ sem Louis-Dreyfus leikur aðalhlutverkið í. Alexander mun leika mann sem leigir út eðlur fyrir barnaafmæli og kemst á séns með fráskildu mömmunni Christine.
Af Victoriu Beckham er það að fregna að hún hefur nælt sér í gestahlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ugly Betty, en hún lék síðast í myndinni Spice World. Hún mun leika sjálfa sig og fær það hlutverk að vera brúðarmær karaktersins Wilhelmina Slater, sem Vanessa L. Williams leikur. Ugly Betty hefur notið þó nokkurra vinsælda en fyrir hafa stjörnur á borð við Salma Hayek og Lucy Liu leikið gestahlutverk í þáttunum.

