Á mánudaginn næsta, þann 21. desember, verður Kvikmyndir.is með sérstaka forsýningu á nýjustu mynd Spike Jonze, Where the Wild Things Are.
Um er afar sérstaka kvikmynd að ræða sem hefur verið að byggja upp
dyggan aðdáendahóp síðan hún var frumsýnd í Bandaríkjunum. Myndin átti
upphaflega að koma í bíó núna á föstudaginn en henni hefur verið
frestað til lok janúar.
Það er búið að vera svolítil eftirspurn
eftir þessari mynd og hafa m.a.s. margir sent póst biðjandi um að
forsýna hana. Sýningin verður loks að veruleika og er það þeim að þakka
sem sýndu ræmunni svona gríðarlegan stuðning.
Sýningin verður kl. 22:00
í Sambíóunum, Álfabakka og kostar 1200 kr. inn. Miðasalan verður í svipuðum dúr og þegar við tókum Inglourious Basterds og District 9.
Það eru þrjár leiðir til að kaupa miða. Ef þið eruð með kreditkort þá er langþægilegast að smella beint hingað. Þeir sem hafa farið á hinar forsýningarnar okkar ættu að kunna þetta.
Ef þið viljið borga með debetkorti/í heimabanka eða á staðnum þá sendið þið okkur póst á kvikmyndir@kvikmyndir.is, segið hversu marga miða þið viljið og við reddum því. Þið getið síðan borgað við innganginn cirka hálftíma fyrir sýningu (fólk mætir bara), bæði með korti og peningum. Við sjáum til þess að það verður nóg af miðum til að selja við dyrnar, svo menn séu ekki að fara fíluferðir. Þið getið líka beðið okkur um að taka frá fyrir ykkur.
Where the Wild Things Are fjallar um strákinn
Max, sem – þrátt fyrir að vera með gríðarlegt ímyndunarafl – er afar
óhlýðinn. Eftir að hafa lent í kjánalegu rifrildi við móður sína
strýkur hann að heiman. Hann finnur stórfurðulegan heim stútfullan af
fjölbreyttum skepnum sem allar vilja vingast við Max. Í stutta stund er
þessi staður algjört himnaríki fyrir drenginn þar sem allir kunna að
lifa lífinu og skemmta sér, en vandræðin eru rétt að byrja því
skepnurnar halda að Max sé kominn til að leysa vandamál þeirra.
Myndin
hefur mestmegnis fengið prýðisgóða dóma og en þó er góður fjöldi af
gagnrýnendum sem hafa ekki náð að halda vatni yfir henni. Kíkið t.d. á
dómanna hér fyrir neðan:
10/10
„Spike Jonze really
created a visual feast that manages to tell a very solid, yet simple
story… WHERE THE WILD THINGS ARE is brilliant. It is strange, wild,
wicked, terrifying… it is an absolute classic.“ – JoBlo.com
4/4
„Forget every sugary kid-stuff cliché Hollywood shoves at you.“ – Rolling Stone
4/4
„There’s a certain amount of pain in Where the Wild Things Are, but it’s
completely earned. The movie fills you with all sorts of feelings, and
I suspect children will recognize those feelings as their own.“ – Chicago Tribune
4/5
„The film treats kids’ inner lives as more than a fantasy, which is a rare and beautiful thing.“ – New York Daily News
Hérna er síðan áhugaverður vídeódómur frá arftökum Roger Eberts og Richards Roeper (sem tók við af Gene Siskel)
Vonumst til að sjá sem flesta. Ég minni aftur á að myndin verður ekki frumsýnd fyrr en í lok janúar.

