Þegar við heyrðum fyrst af því að það væri verið að fara að gera mynd um sjónvarpsþættina Sex and the City þá fór maður strax að hugsa útí það að framhald hlyti að vera einnig inni í myndinni. Warner Bros hafa staðfest þetta og sagt að mikill áhugi sé fyrir því að gera aðra mynd og yrði hún þá beint framhald Sex and the City: The Movie.
Warner Bros segja að leikarar myndarinnar, Sarah Jessica Parker og vinkonur, séu í bílstjórasætinu, en það gæti vel verið að mynd nr.2 liti dagsins ljós innan 5 ára. Ljóst er að Warner Bros myndu þá framleiða myndina en ekki New Line Cinema, því þeir eru ekki til lengur í sinni upprunalegu mynd.
Mitt álit:
Framleiðendur verða að fara varlega í hlutina með þessa framhaldsmynd, ég veit að ef ég væri mikill aðdáandi þáttanna þá yrði ég frekar reiður ef þeir myndu klúðra þessu. Ég er hræddur um að hér séu peningar aðalmálið, þar sem Sex and the City: The Movie gekk út á lítið annað en að hnýta lausa enda, og gekk einnig útá það að skilja aðdáendur myndarinnar eftir sátta. Ég sé þá ekki koma með nógu sterka afsökun og sögu til að fylgja Sex and the City: The Movie eftir.

