Náðu í appið
Sex and the City

Sex and the City (2008)

"Get Carried Away."

2 klst 25 mín2008

Kvikmynd gerð eftir hinum sívinsælu Sex and the City þáttum sem sýndir voru á RÚV um margra ára skeið.

Rotten Tomatoes49%
Metacritic53
Deila:
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Kvikmynd gerð eftir hinum sívinsælu Sex and the City þáttum sem sýndir voru á RÚV um margra ára skeið. Myndin gerist 4 árum eftir að þáttaröðin hætti og fjallar á sama hátt um líf fjögurra vinkvenna í New York. Mr. Big og Carrie eru búin að kaupa sér stórglæsilega þakíbúð á Manhattan og ákveða að giftast. Enid Frick býður Carrie að taka myndir af brúðkaupinu fyrir sérstakan myndaþátt í Vogue um hjónabönd kvenna yfir fertugu. Í aðdraganda brúðkaupsins þá stækkar Carrie gestalistann úr 75 gestum í 200 gesti, og hættir við einfalda brúðarkjólinn og skiptir honum út fyrir hátískukjól frá Vivianne Westwood, sem hræðir Mr. Big sem er að fara að gifta sig í þriðja skipti. Á sama tíma er vinkona hennar Miranda hætt að stunda kynlíf með Steve og hann viðurkennir framhjáhald fyrir henni. Kvöldið fyrir brúðkaupið, í æfingakvöldverðinum, þá segir Miranda Mr. Big að gifting eyðileggi allt, og það kemur Mr. Big úr jafnvægi. Næsta dag, þá ákveður, Mr. Big sem nú er orðinn dauðhræddur við brúðkaupið, að hætta við allt saman, og skilur Carrie eftir eina við altarið. Carrie er niðurlægð og þunglynd eftir þetta, og vinkonur hennar Samantha, Miranda og Charlotte ákveða að fara í ferðalag til Mexíkó með Carrie og gista á hótelinu sem hún átti að gista á í brúðkaupsferðinni. Þegar Carrie kemur heim þá ræður hún aðstoðarmanninn Louise til að hjálpa sér að ná stjórn á lífi sínu. Þegar Miranda segir frá því hvað hún sagði við Mr. Big í æfingakvöldverðinum, þá hriktir í stoðum vináttu þeirra.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Candace Bushnell
Candace BushnellHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Darren Star ProductionsUS
New Line CinemaUS
HBOUS

Verðlaun

🏆

Þættirnir hafa hlotið fjölmörg verðlaun.

Gagnrýni notenda (2)

Crowd pleaser en ekki fyrir mestu áhorfendurna

★★★☆☆

Sex and the city movie er sjónvarpsþátturinn sem sýndur var í 6 ár með miklum vinsældum útfærð á hvíta tjaldið. Hún fjallar um líf aðalstelpnanna í New York borg þremur árum eftir ...

Hvorki gott né vont

★★★☆☆

Ég er ekki einn af þeim mönnum sem forðast Sex and the City eins og heitan eldinn einungis vegna þess að þátturinn er meira eða minna keyrður af estrógeni. Ég hef hins vegar horft á nokkr...