Sherlock Holmes snýr aftur með plaköt

Fyrir stuttu lentu á netinu tvö plaköt fyrir framhaldið að Sherlock Holmes. Myndin, sem ber undirtitilinn A Game of Shadows, skartar að sjálfsögðu félögunum Robert Downey Jr. og Jude Law úr fyrri myndinni. Rachael McAdams snýr sömuleiðis aftur en hin sænska Noomi Rapace fer einnig með hlutverk í myndinni.

Í Sherlock Holmes: A Game of Shadows þurfa þeir Holmes og Dr. Watson að berjast við hinn klóka Moriarty, leikinn af Jared Harris, en myndin verður frumsýnd um næstu jól.