Íslandsvinirnir í Sigur Rós munu taka völdin á YouTube í dag, 7. mars. Já, það eru allir íslandsvinir nú á dögum, hvort sem þeir minnast einu sinni á okkur eða eru fæddir hér þá eru þeir sjálfkrafa stimplaðir sem íslandsvinir. En af fullri alvöru, þá las ég á heimasíðunni þeirra að mikið magn af myndböndum frá þeim muni vera á forsíðu YouTube og verður þar mest áberandi heimildarmyndin Heima í fullri lengd. Þetta er í annað skipti svo ég viti af sem mynd í fullri lengd er sett (löglega) á YouTube, sú fyrsta var Four Eyed Monsters. En þetta er allavega í fyrsta sinn sem heimildarmynd í fullri lengd um hljómsveit er sett á YouTube.
Þeir eru nú þekktir fyrir að vera feimnir, og það kemur vel í ljós á þessu stórfurðulega myndbandi þar sem þeir tala um hvað þeir eru að gera á YouTube:
Frétt fengin af sigur-ros.co.uk/news/
YouTube rás SigurRósar: youtube.com/sigurros

