Sigurvegari: Neeson/Gleeson plakat

Úfff… þetta tók langan tíma, og bara svo fólk viti þá var ég ekki einn sem valdi plakatið sem sigraði þessa keppni. Þau Sindri Gretarsson, Hildur María Friðriksdóttir (fyrsta fréttaKONA vefjarins), Oddur Eysteinn Friðriksson (meintur grínisti sem hitar oft upp forsýningar hjá okkur) og ýmsir aðrir hlutlausir komu að þessari gríðarstóru ákvörðun.

Plakatið sem varð fyrir valinu var þetta hér.

Þetta plakat virðist segja manni svo mikið. Maður skynjar nánast heilan söguþráð á þessari mynd, þar sem þeir Neeson & Gleeson eru eins og „mismatched“ tvíeyki. Svipurinn á Neeson eins og hann sé orðinn vel þreyttur á Gleeson er æðislegur, og vinnan á plakatinu er einnig virkilega góð þar sem þeir virka eins og þeir séu á sama stað á sama tíma. Samsetningin er mjög sannfærandi og maður þarf að skoða saumana vandlega til að sjá að mennirnir áttu ekkert að vera saman í ramma. Vel gert! Arnar Steinn Pálsson, þú færð að bjóða vinum þínum á The Expendables á laugardaginn!

Annars eru hér nokkur sem komust merkilega nálægt því að vinna.

Takk fyrir þátttökuna! Gerum meira svipað á næstunni.

Já, það er loforð.

T.V.