Gamanleikarinn Chris Tucker, sem þekktastur er fyrir leik sinn í Rush Hour myndunum á móti Jackie Chan, en sást síðast í Silver Linings Playbook, er skuldum vafinn.
Hann er þó harðákveðinn í því að borga skuldir sínar, sem eru mestar við skattayfirvöld í Bandaríkjunum, en hann skuldar skattinum 11,5 milljónir Bandaríkjadala.
Samkvæmt fréttaveitunni TMZ þá millifærði Tucker eina milljón dala inn á skattinn nú á dögunum, og er þar með formlega byrjaður að saxa niður skuldirnar.
Auk þess að skulda skattinum þessa peninga þá skuldar hann Georgiu ríki 590 þúsund dali, en allar þessar skuldir hafa safnast upp á mörgum árum. Samanlagt er upphæðin því um 12 milljónir dala sem hann skuldar, eða sem samsvarar 1,5 milljarði íslenskra króna.