Eftirvinnslu er lokið á síðustu myndinni sem Brittany Murphy lék í áður en hún lést árið 2009.
Samkvæmt Los Angeles Times náði Murphy að ljúka við að leika í tryllinum Something Wicked áður en hún lést óvænt, aðeins 32 ára. Lungabólga og hættuleg lyfjablanda áttu stóran þátt í dauða hennar.
Vegna fráfalls hennar var eftirvinnslunni frestað til þessa árs. Myndin fjallar um þráhyggju og ástarmál ungs fólks sem fara út um þúfur.
Ekki er víst hvenær aðdáendur Murphy geta séð Something Wicked því enn á eftir að finna dreifingaraðila.


