Morgan Freeman segist hafa verið skíthræddur þegar hann sá King Kong í fyrsta sinn.
„Fyrsta myndin sem ég sá var King Kong. Hún hræddi úr mér líftóruna. Ég var sex ára og fékk martraðir í langan tíma á eftir,“ sagði leikarinn við tímaritið People.
„Ég hafði flutt frá sveitinni í Mississippi til Chicago og þar voru símar, pípulagnir í húsum og eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður, kvikmyndahús. Ég varð ástfanginn um leið. Þessir staðir voru töfrum líkastir.“
Freeman var skotinn í mörgum leikkonum á hvíta tjaldinu, sérstaklega Angela Lansbury. „Hún var glæsileg í The Picture of Dorian Grey. Ég elskaði allt í fari hennar.“