Söfnun lokið

Söfnun fyrir Laugarásvideo er lokið og safnaðist 147.500 krónur, sem samsvarar 295 útleigum. Auk þess höfðum við samband við útgefendur um að leggja fram eintök af íslenskum kvikmyndum til leigunnar. Viðbrögðin voru mjög góð. Þær myndir sem eru þegar komnar eru Stikkfrí og Duggholufólkið frá Taka hf. þrjú eintök af hvorri mynd, Ingaló frá Gjóla films, Heiðin frá Passport Pictures og eigum við von á fleirum bráðlega. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að gefa myndir að hafa samband og bendum einnig á að þótt formlegri söfnun sé lokið þá verður bankareikningurinn áfram opinn.

Við þökkum frábærar viðtökur og bíðum spennt eftir að leigan opni aftur.

Að sögn Gunnars gengur uppbygging vel og er áætlað að opna aftur í Desember.

117-05-61986 kt. 520597-2049.