Opnunarmynd RIFF í ár er nýjasta mynd Sólveigar Anspach, gamanmyndin Queen of Montreuil, en myndin er frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir. Flestir ættu að kannast við Sólveigu sem leikstjóra myndarinnar Skrapp Út sem kom í bíó árið 2008. Sólveig leikstýrði einnig hinni frönsk/íslensku Stormviðri sem kom út árið 2003 og var meðal annars sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Myndin hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum vestanhafs, en hér má lesa umfjöllun um myndina í Variety.
Didda Jónsdóttir og sonur hennar, Úlfur Ægisson, leika stærstu hlutverkin í myndinni ásamt frönsku leikkonunni Florence Loiret Caille. Reykjavík International Film Festival fer fram dagana 27.september – 7.október næstkomandi.