Fyrsta stiklan fyrir kvikmyndina Les Misérables, eða Vesalingarnir, snerist aðallega um lagið fræga I Dreamed a Drem, sem Anne Hathaway flytur og sjá má með því að smella hér.
Nú er komin ný stikla þar sem heyra má brot úr fleiri lögum úr söngleiknum góða, og meðal annars má heyra Íslandsvininn Russel Crowe hefja upp raust sína í hlutverki Javert, en eins og flestir vita er Russell ágætur söngvari, og hefur gefið út eigin rokkplötur.
Skoðið nýju stikluna hér að neðan:
Auk Hathaway og Crowe leika þau Hugh Jackman, Amanda Seyfried, Eddie Redmayne, Helena Bonham Carter, Sacha Baron Cohen og Samantha Barks m.a. í myndinni sem væntanleg er í bíó um jólin næstu.

