Splunkunýjar verðlaunamyndir á RIFF 2016

Splunkunýjar myndir sem hafa hlotið verðlaun á virtustu kvikmyndahátíðum heims í ár, glænýjar heimildamyndir um málefni líðandi stundar, íslenskar og erlendar stuttmyndir, framsæknar myndir ungra leikstjóra og margt fleira verður á dagskrá RIFF – alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í ár, en hátíðin fer fram dagana 29. september – 9. október í 13. sinn.

ssss

Fjöldi ólíkra og fjölbreyttra mynda verða sýndar á hátíðinni, margar verða Evrópufrumsýndar eða frumsýndar á Norðurlöndum á hátíðinni.

Darren og Deepa heiðursgestir

Tíu kvikmyndir munu keppa um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF , en í þeim flokki eru fyrsta eða annað verk kvikmyndaleikstjóra hvaðaæva af úr heiminum. Dómnefnd hátíðarinnar velur myndina sem verðlaunin hlýtur. Einnig verða veitt verðlaun í flokki leikinna íslenskra stuttmynda og í fyrsta sinn í flokki erlendra stuttmynda.

darren

Verðlaunaleikstjórinn Darren Aronofsky er heiðursgestur hátíðarinnar, og verða þrjár kvikmyndir hans, The Wrestler , Requiem for a Dream og Black Swan , sýndar en sú síðastnefnda var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna árið 2011.

Einnig verður kvikmyndagerðarkonan  heiðursgestur á hátíðinni og verða þrjár myndir út hennar smiðju sýndar, þar á meðal hin glænýja The Anatomy of Violence sem fjallar um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012.

Sevigny verður sérstakur gestur

Kvikmyndirnar Endless poetry og Dance of reality úr smiðju Alejandro Jodorowsky verða einnig sýndar á hátíðinni. Þá er leikkonan Chloë Sevigny sérstakur gestur RIFF í ár, en stuttmynd hennar, Kitty , sem er frumraun hennar í leikstjórastólnum, verður sýnd á hátíðinni.

Þá verður Gullna eggið veitt í kjölfar námskeiðs undir yfirskriftinni Talent Lab , þar sem íslenskir kvikmyndargerðarnemar búa til stuttmyndir undir handleiðslu reyndra íslenskra kvikmyndargerðarmanna og verður besta mynd námskeiðsins valin af alþjóðlegri dómnefnd hátíðarinnar.

Fjöldi sérviðburða verða á hátíðinni í ár eins og verið hefur, þar á meðal hið rómaða sundbíó þar sem barnafígúran Greppikló og skrímslið Frankenstein munu hitta unga sem eldri gesti Sundhallararinnar fyrir, meistaraspjöll með heiðursgestum hátíðarinnar og samstarfssýningar við bæði Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur.

Barnakvikmyndahátíð

Þá fá börn sérstakan sess á hátíðinni með barnakvikmyndahátíð í Norræna húsinu þar sem sýndar verða spennandi stuttmyndir og myndir í fullri lengd fyrir alla aldurshópa, ýmis námskeið fyrir börn og ungt fólk, þar á meðal námskeiðið Stelpur filma! sem nú er haldið í annað sinn, auk þess sem börnum úr grunnskólum Reykjavíkur verður boðið sérstaklega á hátíðina.