Lokakaflinn í þríleik Peter Jacksons um Hobbitann, The Hobbit: Battle of the Five Armies, var frumsýnd 26. desember um land allt. Myndin opnaði svo sannarlega með hvelli og situr hún nú á toppi listans yfir stærstu frumsýningarhelgar hér á landi.
Áður sat The Hobbit: Desolation of Smaug á toppi listans, sem er önnur myndin í þríleiknum og situr hún nú í öðru sæti listans. Eftir henni kemur Skyfall og í fjórða sæti situr fyrsta myndin í þríleiknum um Hobbitann, The Hobbit: An Unexpected Journey. Öllum þessum myndum er dreift af Myndformi.
Martin Freeman, Ian McKellen og Richard Armitage eru í aðalhlutverkum The Battle of The Five Armies. Peter Jackson leikstýrir. Myndin er sú síðasta um Bilbó Bagga, Þorinn Eikinskjalda og dvergana þrettán.