Stikla úr mörgæsasögu Jims Carrey komin á netið

Stikla úr nýjustu mynd Jim Carrey, Mr. Popper´s Penguins, er komin á netið. Hægt er að sjá stikluna hér á forsíðunni undir vídeóspilaranum sem og á undirsíðu myndarinnar á kvikmyndir.is

Þetta lítur út fyrir að vera nokkuð dæmigerð Jim Carrey gamanmynd af stiklunni að dæma.

Myndin er gerð eftir barnabók Richard og Florence Atwater frá árinu 1938 en upprunalega sagan segir frá fremur feimnum húsamálara sem fær tvær mörgæsir í pósti, sem svo þróast út í Popper´s mörgæsasirkusinn.

Hr. Popper í myndinni hans Jim Carrey er hinsvegar skrifstofumaður sem breytir íbúð sinni í vetrarparadís fyrir fuglana sem hefur svo aftur áhrif á hans daglega líf í vinnunni.