Framleiðslufyrirtæki Ben Stillers hefur ráðið handritshöfund að framhaldsmynd Dodgeball: A True Underdog Story. Red Hour Films í samstarfi við 20th Century Fox réðu Clay Tarver í verkið og þykir það furða því hann hefur aðeins skrifað kvikmyndina Joy Ride sem er langt frá því að vera gamanmynd.
Stiller og Vaughn eru miklir vinir og hafa oft talað sín á milli um framhaldsmynd en ekkert orðið úr því fyrr en nú. Sögusviðið að þessu sinni verður um aðalpersónurnar, leiknar af þeim fyrrnefndu og munu þeir ekki keppa á móti hvor öðrum að þessu sinni, heldur blasir við þeim mun stærri ógn.
Dodgeball: A True Underdog Story var gerð árið 2004. Í henni var gert stólpagrín að íþróttamyndum á borð við Rocky og Karate Kid. Vaughn og Stiller léku erkifjendur og samkeppnisaðila. Vaughn var hálfgerður tapari sem setti saman skotboltalið og mætti í æsilegri keppni íþróttafríkinni og kaupsýslumanninum sjálfumglaða White Goodman, með kostulegri útkomu.
Seinast þegar við sáum aðalpersónunrnar þá voru þær í misgóðu ástandi. White Goodman (Stiller) var orðin spikfeitur og illa á sig komin. Aftur á móti var Peter La Fleur (Vaughn) byrjaður með glæsilega líkamsræktarstöð.