Gamanleikarinn Ben Stiller lét hafa það eftir sér í viðtali við tímaritið Closer að tökur á Zoolander 2 séu nú þegar hafnar. Kvikmyndaverið Paramount Pictures treysti sér ekki til að fjármagna framhaldið í fyrstu, en þeir töldu Zoolander ekki hala inn nógu miklum pening til að réttlæta það, en það virtist breytast þegar þeir fengu handritið í hendurnar.
Stiller segist gríðarlega spenntur en vildi þó ekki segja of mikið. Hann staðfesti þó að Owen Wilson muni einnig snúa aftur í myndinni og að hún muni að mestu gerast í Evrópu. „Þetta er í raun Zoolander og Hansel tíu árum seinna. Þeir eru stærri og sterkari. Engin tískusýning er óhult!“
– Bjarki Dagur