Eleanor Parker, sem lék hina undirförulu barónessu, sem var ástfangin af Baron von Trapp í söngvamyndinni The Sound of Music, er látin, 91 árs að aldri.
Banameinið voru hliðarverkanir lungnabólgu.
„Hún skildi við á friðsælan hátt, umkringd börnum sínum á sjúkrahúsi nálægt heimili sínu í Palm Springs,“ sagði vinur fjölskyldunnar, Richard Gale.
Parker var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna á sjötta áratug síðustu aldar fyrir túlkun sína á ákveðnum konum, en ferill hennar fór að dala snemma á sjöunda áratugnum.
Síðasta minnisstæða hlutverk hennar var einmitt hlutverkið í The Sound of Music, sem barónessan Elsa Schrader, en hún missti sinn ástkæra barón, sem Christopher Plummer lék, í hendurnar á Maria, sem Julie Andrews lék.
Plummer sagði eftir að hann heyrði af andláti Parker: „Eleanor Parker var og er ein fallegasta kona sem ég hef kynnst, bæði sem persóna og sem fegurðardís.“
Eftir 1965 lék Parker sjaldnar, og kom m.a. fram í sjónvarpsþáttum eins og Fantasy Island, Murder She Wrote og The Love Boat.
Parker giftist fjórum sinnum, og eignaðist fjögur börn.
Fyrstu þrjú hjónaböndin enduðu með skilnaði en það fjórða, frá árinu 1966, endaði með því að eiginmaðurinn Raymond Hirsch lést árið 2001.