Stóra planið, kvikmynd Ólafs Jóhannessonar sem frumsýnd var 28. mars síðastliðinn, er nú á leiðinni á DVD. Núna geta íslendingar horft á gripinn aftur og aftur. En það sem meira er, diskurinn er stútfullur af aukaefni. Við erum að tala um gerð myndarinnar sem er 45 mínútur, deleted scenes, commentary og margt fleira. Myndin skartir meðal annars leikarana Pétur Jóhann Sigfússon, Eggert Þorleifsson og Ingvar E. Sigurðsson.

