Náðu í appið
Stóra planið

Stóra planið (2008)

The Higher Forces

"Næstum því gangstermynd"

1 klst 30 mín2008

Þegar Davíð var lítill drengur missti hann litla bróður sinn í slysi.

Deila:
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Þegar Davíð var lítill drengur missti hann litla bróður sinn í slysi. Síðan þá hefur hann öðlast sáluhjálp í kínversku sölumyndbandi sem kallast The Higher Force eða Stóra Planið eins og Davíð kýs að kalla það. Davíð kynnist einmana grunnskólakennara Haraldi (Eggert Þorleifsson) sem skynjar þörf unga mannsins fyrir leiðsögn í lífinu og tekur hann upp á sína arma. Þegar Davíð trúir Haraldi fyrir því að hann sé meðlimur í glæpagengi umturnast Haraldur sjálfur í glæpakóng. Haraldur segist allt í einu fá sendingar að utan með leynilegum varningi, eiga fullt af íbúðum og vera með marga grunsamlega menn í vinnu. Í handrukkargenginu er alltaf verið að gera lítið úr Davíð fyrir kveifskap. Það breytist þegar Davíð segist þekkja Harald hinn mikla glæpakóng. Við þetta verður Davíð aðalnúmerið, maðurinn sem leggur líf sitt og limi í hættu til að njósna um hinn hættulega grunnskólakennara.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Visit FilmsUS

Gagnrýni notenda (3)

Skil ekki afhverju hún var framleidd?

★☆☆☆☆

Mér finnst alltof langt síðan að það hefur komið út skemmtileg íslensk glæpa grínmynd sbr. Sódóma. Og svo sá ég trailerinn af "stóra planinu" og varð nokkuð spenntur fyrir henni. Hú...

Semi-Íslenskur Sori

★★☆☆☆

Því miður varð ég fyrir stórvonbryggðum þegar ég fór með félögum mínum til að sjá "Stóra Planið", frá því sem ég hafði lesið fyrir einvherjum mánuðum, og séð í bíóbrotum...