Náðu í appið
Kurteist fólk

Kurteist fólk (2011)

Laxdæla Lárusar

1 klst 35 mín2011

Myndin fjallar um óhæfan verkfræðing sem lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný, óafvitandi gengur...

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Myndin fjallar um óhæfan verkfræðing sem lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný, óafvitandi gengur hann inn í litla heimsstyrjöld sem ríkir í einkalífi íbúa og pólitík bæjarfélagsins. Verkfræðingurinn Lárus er haldinn allnokkrum ranghugmyndum um eigin getu. Dag einn tekur hann upp á því að skella sér vestur í Dali þar sem hann er fljótlega búinn að ljúga því að heimamönnum að hann sé stórfiskur og snilli sem geti endurreist starfsemi sláturhússins á staðnum. Það sem Lárus veit ekki er að um leið og hann byggir upp skýjaborgirnar þá er hann samtímis búinn að stimpla sig inn í alls kyns flækjur því það er sannarlega ekki allt með kyrrum kjörum í samlífi og samstarfi heimamanna. Reyndar logar allt undir niðri í illdeilum út af hinum ýmsu málum og blandast þar einkamál saman við pólitískan réttrúnað sem á stundum verður svo svæsinn að ekki má á milli sjá hverjir eru orðnir geggjaðir á ástandinu og hverjir ekki.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Poppoli Pictures

Gagnrýni notenda (2)

Svona eins og lífið

★★★★☆

Ég fann mig knúinn til að skrá mig á þessa síðu til að skrifa umfjöllun um myndina eftir að hafa séð hana fá óverðskuldaða útreið í annarri gagnrýni. Kurteist fólk er í kjarn...

Vanda sig, Óli. Vanda sig!

★☆☆☆☆

Nú ætla ég kurteisislega að fjalla um hvers vegna þessi mynd er ein sú versta sem íslenska þjóðin hefur séð síðan ælufatan Heiðin leit dagsins ljós fyrir rúmlega þremur árum síða...