Leikkonan, söngkonan og leikstjórinn Barbra Streisand hefur verið ráðin til að leikstýra nýrri mynd um Katrínu miklu, sem er ævisöguleg mynd byggð á ævi rússnesku keisaraynjunnar.
Samkvæmt kvikmyndavefnum TheWrap þá verður myndin byggð á verðlaunahandriti Kristina Lauren Anderson.
Katrín hét áður Sophia Augusta Fredericka. Hún var þýsk aðalsmær, og tók við völdum þegar eiginmaður hennar var ráðinn af dögum. Hún var við völd á árunum 1762 – 1796 og er þekkt fyrir að hafa nútímavætt rússkenska keisaradæmið.