Á þessu ári eru 40 ár liðin síðan formlegt samstarf Norðurlanda í jafnréttismálum hófst. Nú geta Norðurlönd státað sig af því að vera það svæði í heiminum þar sem jafnrétti er mest. En hvernig líta ungmenni á Norðurlöndum á hugtakið jafnrétti og hvaða þýðingu hefur norrænt jafnrétti fyrir þau? Í stuttmyndasamkeppni Norrænu ráðherranefndarinnar geta ungmenni á aldrinum 15 til 25 ára lýst hugmyndum sínum um jafnrétti.
Á þessu vori efnir Norræna ráðherranefndin til stuttmyndasamkeppni fyrir ungmenni á Norðurlöndum. Öllum á aldrinum 15 til 25 ára er heimilt að taka þátt og lýsa hugmyndum sínum um norrænt jafnrétti í allt að þriggja mínútna langri stuttmynd.
Hlaða þarf upp myndunum í síðasta lagi 3. júní kl. 10:00 að íslenskum tíma. Eftir það velur dómnefnd tíu myndir sem fara áfram í atkvæðagreiðslu á Facebook sem fer fram frá 4. til 10. júní. Úrslitin verða kynnt 10. júní. Fyrstu verðlaun eru 25 þúsund danskar krónur og önnur verðlaun 5 þúsund danskar krónur.
Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á Facebook-síðu hennar.


