Styttan sem allir girnast

oscarNú styttist óðum í Óskarsverðlaunin og verða þau veitt í 86. sinn þann 2. mars næstkomandi. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1929. Verðlaunahátíðin er yfirleitt sú best kynnta og mest áberandi á Vesturlöndum, og verðlaunin af flestum talin þau eftirsóknarverðustu.

Óskarsverðlaunin eru veitt af Bandarísku kvikmyndaakademíunni, samtökum fólks sem starfar við kvikmyndagerð í Bandaríkjunum og er aðild að þeim einungis veitt í heiðursskyni.

En hver er sagan á bakvið styttuna frægu? Hvar og hvernig er hún gerð? Hér að neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir gerð styttunar frá grunni og þar til hún er tilbúin í hendurnar á einhverri alsælli stjörnu.

Opinbert nafn: Academy Award® of Merit

Hæð: 33 cm

Þyngd: 4 kg

Hversu margir hafa hlotið styttuna: 2,809

Hver hefur hlotið styttuna oftast: Walt Disney

Fyrsti verðlaunahafi: Emil Jannings, sem besti leikari í aðalhlutverki í “The Last Command” og “The Way of All Flesh” árið 1929

Hönnun: Riddari stendur með sverð ofan á filmu. Filman er með fimm holur sem endurspegla fimm upprunalegu starfstéttir kvikmyndaiðnaðarins. Leikarar, leikstjórar, framleiðendur, tæknimenn og handritshöfundar.

Hönnuður: Cedric Gibbons

Skúlptúr: George Stanley

Framleiðandi: R. S. Owens & Company

Framleiðslutími: 3–4 vikur fyrir 50 styttur

Stikk: