Aðdáendur teiknimyndasagna, og aðrir bíómyndaunnendur, bíða nú spenntir eftir mynd Zack Snyders um Superman, Man of Steel, sem kemur næsta sumar, en þá verða liðin sjö ár frá því að Superman var síðast í bíó.
Markaðssetningin á myndinni er að komast í fullan gang og myndir, kitlur, stiklur og sjónvarpsbútar byrjaðir að birtast hægt og sígandi.
Bandaríska blaðið USA Today birti í gær nýja ljósmynd úr myndinni á vefsíðu sinni, en myndin sýnir Henry Cavill í hlutverki Superman, með tvær þyrlur og nokkra skriðdreka á eftir sér.
Man of Steel er byggð á handriti sem þróað var af Christopher Nolan og David S. Goyer. Í myndinni er sögð sagan af því þegar geimvera að nafni Kal-El ( Henry Cavill ) kemur til jarðar eftir að hafa verið sendur af heimaplánetu sinni og gerist verndari jarðarbúa, og ver hana gegn þorparanum Zod hershöfðingja.
Helstu leikarar eru Amy Adams, Russell Crowe, Aylet Zurer, Kevin Costner, Diane Lane, Laurence Fishburne, CHristopher Meloni, Antje Traue, Richard Schiff og Harry Lennix.
Myndin verður frumsýnd þann 14. júní nk.
Sjáðu stikluna hér að neðan: