Taktu þátt! Finndu nafn á kvikmynd!

Leikstjórinn Joe Carnahan hefur sett af stað keppni á blogginu sínu um nafn á næstu kvikmynd sína. Kvikmyndin er forsöguframhald myndarinnar Smokin’ Aces og fjallar um skrifstofublók ríkisstjórnarinnar. Af óráðnum ástæðum á að taka hann af lífi og ríkisstjórnin setur saman hóp manna sem fær það hlutverk að bjarga skrifstofublókinni frá bráðum dauða.

Keppninni lýkur 29. ágúst næstkomandi (miðað við bandarískan tíma).