Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Smokin' Aces 2006

(Smokin Aces)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. mars 2007

May the best hitman win.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Hörku spennumynd um mann sem ætlar að vitna gegn mafíunni en áður en hann kemst í vitnaverndina þá flýr hann. Það reynist honum dýrkeypt því hópur leigumorðingja er á eftir honum. Mafíuforinginn Primo Sparazza hefur sett fé til höfuðs Buddy "Aces" Israel, ógeðfelldum töframanni sem hefur ákveðið að verða vitni yfirvalda gegn mafíunni í Vegas. Alríkislögreglan... Lesa meira

Hörku spennumynd um mann sem ætlar að vitna gegn mafíunni en áður en hann kemst í vitnaverndina þá flýr hann. Það reynist honum dýrkeypt því hópur leigumorðingja er á eftir honum. Mafíuforinginn Primo Sparazza hefur sett fé til höfuðs Buddy "Aces" Israel, ógeðfelldum töframanni sem hefur ákveðið að verða vitni yfirvalda gegn mafíunni í Vegas. Alríkislögreglan flytur Aces í vitnavernd. Þegar spyrst út að mikið fé sé sett til höfuðs honum, þá fer allskonar óþjóðalýður á stjá, mannaveiðarar, leiguþorparar, og svikahrappar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er rjúkandi taðreiktur lortur. Þetta er viðbjóðsleg samsetning af öllum mögulegum steríótýpum með MTV klippingum og neon ljósum. Ótrúleg sóun á leikurum á borð við Ray Liotta, Andy Garcia, Ryan Reynolds og Ben Affleck. Í guðanna bænum EKKI sjá þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Smokin' Aces er mynd sem ég hélt að yrði svo góð en síðan stóðst hún ekki undir væntingum. Hún er bjánaleg og leiðinlega hallærisleg og handritið er samansoðið af einhverri þreyttri formúlu þannig að myndin verður bara algjört klúður. Nokkrir góðir leikarar(Ray Liotta, Andy Garcia, Ben Afflek o.f.l.) en enginn fær að gera eitthvað almennilegt. Þó eru þarna nokkrir áhugaverðir kaflar sem hífa myndina upp úr algjörum sora og auk þess skánar hún smá alveg undir lokin en einmitt þá lýkur henni. Ég ætla ekki að skrifa meira um Smokin' Aces því hún er svo tóm að ég hef basically lokið því að gagnrýna hana. Ein stjarna. Ekki áhorfsins verð, nei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Joe Carnahan er sannur snillingur og sést það í þessari mynd.Myndin er ógeðslega góð og vel gerð.Dramað var ýtt frá og safnað í lokinn maður lá fastur í myndini.Myndin er flottan sögu þráð ekki og lang dreiginn og sýnir bara hvernig á að gera þetta fullkom lega.ástæða þess að ég gef henni 3 og hálfa er sú að svalasti gaurinn var drepinn svo fljótt.En annars snildar mynd mæli með
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Virkar næstum því, en ekki alveg
Smokin' Aces er mynd sem ég virkilega vonaðist til þess að fíla í tætlur. Vanalega þori ég ekki að gera mér of miklar vonir áður en ég horfi á myndir, en trailerinn leit asskoti skemmtilega út, leikaraliðið ekki síður og auk þess hef litla ástæðu til að efast um Joe Carnahan hvað útfærslu á töffaraskap varðar ásamt flottri stílvinnslu (sjá Narc).

Ég vonaðist eftir flugbeittri veislu af hasar, húmor og brjálæði. Myndin leit þannig út allavega, hvað gat þá farið úrskeiðis? Látum okkur nú sjá... Myndin er fyrst og fremst drekkhlaðin persónum, og miðað við hversu litlar áherslur eru lagðar á þær, þá fáum við voða lítið úr þeim.

Uppbygging myndarinnar er líka meira eða minna kjarninn, og hún er spennandi, en þetta ''pay-off'' sem við fáum er voða svekkjandi. Svo eftirá heldur myndin áfram og kemur með einhverja lúmska fléttu í lokin sem að kemur hvorki á óvart né virkar eins og hún eigi heima þarna. Endirinn fellur þar af leiðandi í sundur og skilur mann eftir eins og maður hafi ekki fengið helminginn af því sem að myndin lofaði. Lokasenan er reyndar virkilega flott (og Dead Reckoning lagið er algjör snilld) þótt hún virðist ekki alveg passa við þessa mynd.

Jákvæðu punktar myndarinnar liggja meira eða minna í stílbrögðunum og leikarahópnum, en lengra nær það ekki. Jú, ofbeldið - í sínu takmarkaða magni - skilar sínu ágætlega svosem, en handritið veitir því voða lítið réttlæti.

Smokin' Aces er í heild sinni fín mynd fyrir vídeóvalið, en bara ef væntingar eru stilltar á lágmark.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Smokin' Aces er nýjasta mynd leikstjórans Joe Carnahan, sem færði okkur síðast einn óvæntasta spennutrylli ársins 2003: Narc. Ég ætla ekkert að vera fara í söguna, þar sem þegar er búið að fjalla um hana(sjá gagnrýni Sindra). Myndin er keyrð á miklum hraða, og er það helsti kostur hennar. Alltaf nóg að gerast og þetta er dúndur skemmtun upp á sitt besta. Leikararnir standa sig prýðislega og gefa myndinni verulega cool look. En það sem dregur myndina frá því að fá 3 og hálfa eða jafnvel 4 stjörnur er (óvænta) plottið. Ég skildi ekki alveg til hvers það þurfti endilega að láta þessa mynd enda svona, því þetta er ekki mynd sem þarf á svona endi að halda. Og fannst mér hann draga úr sögunni verulega. Ef þið fílið myndir með mikinn hasar og sem þarf ekki að pæla mikið í, er Smokin' Aces bókað mál. Ég allavega var að fíla þessa ræmu í tætlur, og verður gaman að sjá hvað Joe mun koma með næst. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn