Náðu í appið
Cop Land

Cop Land (1997)

"No One Is Above The Law."

1 klst 44 mín1997

Lögreglustjóri í úthverfi í New Jersey, þar sem lögreglumenn frá New York borg búa, uppgötvar að bærinn er nátengdur mafíunni og spillingu.

Rotten Tomatoes75%
Metacritic64
Deila:
Cop Land - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Lögreglustjóri í úthverfi í New Jersey, þar sem lögreglumenn frá New York borg búa, uppgötvar að bærinn er nátengdur mafíunni og spillingu. Einhverntíman á áttunda áratug síðustu aldar leituðu lögreglumenn frá New York borg að öruggum stað til að búa á, í burtu frá hættunum á götum New York. Þeir stofnuðu svokallað "Cop Land" eða Lögguland, í litlum bæ í New Jersey sem kallast Garrison. Freddy Heflin, sem alltaf naut virðingar lögreglumannanna í New York, vildi verða lögga í New York, en af því að hann var heyrnarlaus á öðru eyra, þá kom það í veg fyrir að hann gæti látið þennan draum sinn rætast, en í staðinn þá er hann orðinn lögreglustjóri í Garrison. Undanfarið hefur dimmur skuggi hvílt yfir löggunum frá New York, og Freddy er að rannsaka málið. Fulltrúi frá innra eftirlitinu í löggunni, Mo Tilden, er einnig að rannsaka málið og biður Freddy um að hjálpa sér, en Freddy getur ekki hjálpað honum. Nú grunar Freddy að New York löggan Ray Donlan gæti verið ein af löggunum sem er orðin spillt af mafíunni og öðrum glæpamönnum. Núna verður Freddy að finna löggu sem ber viðurnefnið "Superboy" sem getur borið vitni gegn Donlan og vernda hann áður en Donlan finnur super boy og drepur hann.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (3)

Cop Land er mynd sem kom mér allhressilega á óvart. Átti ekki von á miklu, en fékk alveg dúndur góða ræmu. Hér er heill her af góðum leikurum komnir saman og gefa myndinni líf með fráb...

Enn eitt meistaraverkið úr smiðju Stallone. Hann er feitur og fínn í þessari mynd sem fjallar um löggu sem kemst að spillingu innan lögunar. Túlkun Stallone á Freddy Heflin sem er heyrnarla...

Alveg ágætis mynd. Nokkuð góð spenna á köflum en vantar smá neista til að þetta verði stórmynd. Mér finnst Stallone standa sig mjög vel í þessari mynd, algjörlega óþekkjanlegur feit...

Framleiðendur

MiramaxUS
Across the River Productions
Woods EntertainmentUS