Aðalleikarar
Leikstjórn
Ágæt mynd með Óskarsframmistöðu frá Neeson
Þeir sem mæta á þessa bíómynd með því hugarfari að myndin gæti einnig heitið Wolf Puncher verða hrikalega vonsviknir. Og þá meina ég, mjög! Án þess að fara of mikið út í það sýnir trailerinn örugglega meira af því en myndin sjálf. Það skemmdi samt ekki fyrir mér enda er dramamynd sem veður eiginlega öllu á frammistöðu Liam Neeson líka góð tilhugsun. Liam Neeson hefur fyrir löngu sannað sig sem einn besti leikarinn sem til er en hérna fær hann virkilega að skína. Það hefði kannski verið betra að sjá mynd þar sem allt er framúrskarandi og svo Liam Neeson því það væri mögnuð mynd. Í staðinn er hér mynd þar sem allt fellur í skugga Neeson fyrir utan eitt brenglað flugvélarslys.
Persónurnar eru frekar einhliða flest en svo kemur reyndar eitt stutt atriði í lokin sem bætir miklu við þær og var að mínu mati frekar „nice touch“. Joe Carnahan meðhöndlar hráa stílinn vel og býr til nokkur spennandi og grimm atriði hér og þar. Myndin fellur af og til niður og slekkur hreinilega á spennunni, sjaldan þó en samt. Á yfirborðinu er þetta mynd um blóðþyrsta úlfa en því lengra sem líður á myndina kemur mannlega dramað fram, frekar ólúmskt á köflum þar sem mennirnir tala einungis um fjölskyldu sína sem hefur sínar góðar og slæmar hliðar.
Þetta er mynd sem helst örugglega ekki lengi í minninu manns og heldur ekki mynd sem ég ætla að horfa á oft í viðbót. Mögulega aftur eftir nokkur ár en mér fannst hún samt spennandi á köflum, grimm og sorgleg. Þetta er mynd sem Liam Neeson heldur algjörlega á floti og allt sem hann gerir virkar, hvort það sé dramatískt voice-over eða harðir one-linerar. Myndin er líka með djarfasta Hollywood-endi sem ég hef séð í langan tíma og einnig hjálpar það að hann var mjög ófyrirsjáanlegur. Ég mæli algjörlega með myndinni og aðallega vegna frammistöðu Neeson ásamt flottri töku, stíl og fínu handriti.
7/10
Þeir sem mæta á þessa bíómynd með því hugarfari að myndin gæti einnig heitið Wolf Puncher verða hrikalega vonsviknir. Og þá meina ég, mjög! Án þess að fara of mikið út í það sýnir trailerinn örugglega meira af því en myndin sjálf. Það skemmdi samt ekki fyrir mér enda er dramamynd sem veður eiginlega öllu á frammistöðu Liam Neeson líka góð tilhugsun. Liam Neeson hefur fyrir löngu sannað sig sem einn besti leikarinn sem til er en hérna fær hann virkilega að skína. Það hefði kannski verið betra að sjá mynd þar sem allt er framúrskarandi og svo Liam Neeson því það væri mögnuð mynd. Í staðinn er hér mynd þar sem allt fellur í skugga Neeson fyrir utan eitt brenglað flugvélarslys.
Persónurnar eru frekar einhliða flest en svo kemur reyndar eitt stutt atriði í lokin sem bætir miklu við þær og var að mínu mati frekar „nice touch“. Joe Carnahan meðhöndlar hráa stílinn vel og býr til nokkur spennandi og grimm atriði hér og þar. Myndin fellur af og til niður og slekkur hreinilega á spennunni, sjaldan þó en samt. Á yfirborðinu er þetta mynd um blóðþyrsta úlfa en því lengra sem líður á myndina kemur mannlega dramað fram, frekar ólúmskt á köflum þar sem mennirnir tala einungis um fjölskyldu sína sem hefur sínar góðar og slæmar hliðar.
Þetta er mynd sem helst örugglega ekki lengi í minninu manns og heldur ekki mynd sem ég ætla að horfa á oft í viðbót. Mögulega aftur eftir nokkur ár en mér fannst hún samt spennandi á köflum, grimm og sorgleg. Þetta er mynd sem Liam Neeson heldur algjörlega á floti og allt sem hann gerir virkar, hvort það sé dramatískt voice-over eða harðir one-linerar. Myndin er líka með djarfasta Hollywood-endi sem ég hef séð í langan tíma og einnig hjálpar það að hann var mjög ófyrirsjáanlegur. Ég mæli algjörlega með myndinni og aðallega vegna frammistöðu Neeson ásamt flottri töku, stíl og fínu handriti.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Joe Carnahan, Ian Mackenzie Jeffers
Framleiðandi
Open Road Films
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$77.278.331
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
27. janúar 2012
Útgefin:
24. maí 2012