Náðu í appið
The Grey

The Grey (2012)

"Live or Die on this Day"

1 klst 57 mín2012

Liam Neeson leikur forystumann olíuleitarmannanna sem eru svo sem öllu vanir en hafa samt aldrei þurft að glíma við jafnerfiðar aðstæður.

Rotten Tomatoes80%
Metacritic64
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Liam Neeson leikur forystumann olíuleitarmannanna sem eru svo sem öllu vanir en hafa samt aldrei þurft að glíma við jafnerfiðar aðstæður. Eftir að flugvélin hefur stöðvast á snæviþöktum stað er enginn tími til að gleðjast fyrir þá sem lifðu nauðlendinguna af því enginn þeirra getur lifað til lengdar í því frosti sem þarna er. Þess utan eru mennirnir nánast matarlausir. Til að bæta gráu ofan á svart hafa öll fjarskiptatæki eyðilagst og vonin um að einhver muni finna þá áður en það er orðið of seint dofnar því strax og verður að engu. Það eina sem þeir geta gert er að axla það sem þeir hafa við höndina og freista þess að ganga til byggða. En þá tekur ekki betra við því að stór hópur af úlfum sem þarna lifa við erfiðar aðstæður verður var við mennina og er ekki á því að leyfa þeim að fara um svæðið. Þar með er hafin ísköld barátta sem á svo sannarlega eftir að taka á taugarnar ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Open Road FilmsUS
Scott Free ProductionsGB
1984 Private Defense ContractorsUS
Inferno DistributionUS
Chambara Pictures
LD EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (1)

Ágæt mynd með Óskarsframmistöðu frá Neeson

Þeir sem mæta á þessa bíómynd með því hugarfari að myndin gæti einnig heitið Wolf Puncher verða hrikalega vonsviknir. Og þá meina ég, mjög! Án þess að fara of mikið út í það s...