Leikhópurinn fyrir næstu kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, heldur áfram að stækka. Deadline segir að frá því að gamlar Tarantino kempur, þeir Kurt Russell, Tim Roth og Michael Madsen eigi nú allir í viðræðum um að leika í myndinni.
Tríóið lék saman í síðustu kvikmynd leikstjórans, The Hateful Eight frá árinu 2015. Ekki er vitað hvaða hlutverk þeir fara með í Once Upon a Time in Hollywood.
Þá standa nú yfir samningaviðræður við sjálfan Burt Reynolds um að leika George Spahn, 80 ára nærri blindan mann, en búgarður hans í Los Angeles var notaður sem upptökustaður fyrir vestra í gamla daga. Sami búgarður var einnig heimili Charles Manson og fylgismanna hans mánuðina áður en gengið myrti leikkonuna Sharon Tate og sex aðra, en mynd Tarantino fjallar einmitt um þá hörmulegu atburði.
Brad Pitt og Leonardo DiCaprio eru nú þegar staðfestir sem leikarar í myndinni, og sagt er að Margot Robbie eigi í viðræðum um að leika Sharon Tate.
Once Upon a Time in Hollywood siglir inní kvikmyndahús 9. ágúst 2019.