Quentin Tarantino íhugaði að hætta að leikstýra eftir að hafa lokið tíu myndir. Líklega var það í kringum gerð síðustu myndar hans, Django Unchained.
„Ég hugsaði um þetta,“ sagði Tarantino við The Independent. „Það hljómar mjög töff vegna þess að þetta er slétt tala og myndi ekki vera út í hött vegna þess að þá hefði ég gert þrjár myndir á áratug en ég er ekki búinn að ákveða neinn tíma. Ég á enn eftir að ljúka við ýmislegt áður en ég segi skilið við kvikmyndir.“
Næsta verkefni Tarantino verður vestri en ekki framhald Django. Þessu greindi hann frá í viðtali við Jay Leno í nóvember.
Í viðtali við The Independent sagðist Tarantino ekki vera að hugsa um að gera Kill Bill 3 þrátt fyrir að hún hafi eitt sinn verið á teikniborðinu. Þess í stað langar hann að einhvern tímann að leikstýra hryllingsmynd.