Nýjasta mynd leikstjórans Tarsem Singh, Immortals, var nýlega frumsýnd hér á landi og hefur hann undanfarið verið upptekinn við að vinna að Mjallhvítar-myndinni sinni, Mirror Mirror, sem fékk nýlega stiklu. Hann virðist þó ekki vera að fara að yfirgefa fantasíu-kvikmyndir á næstunni, því hann tók það nýlega að sér að leikstýra myndinni Killing On Carnival Row, en hann er ekki sá fyrsti.
Árið 2005 var handritið, eftir Travis Beacham, keypt af New Line Cinema og stóð til að Guillermo del Toro myndi leikstýra. Svo fór ekki og var aftur hafin framleiðsla á myndinni og miðað á útgáfudag seint árið 2009, þá var leikstjóri The Crying Game, Neil Jordan, fastur við verkefnið. Það gekk ekki heldur í gegn, en það virðist sem að myndin muni loksins sá dagsins ljós undir stjórn Tarsems. Strax eru hafnvar viðræður við ýmsa leikara og eru framleiðendur myndarinnar að tala við ónefnt stúdíó um að hefja tökur á henni næsta júní í New Orleans.
Myndin gerist í framtíðinni og einblínir á borgina Burgue, sem var hönnuð í nítjándu aldar stíl. Þar búa menn, álfar og huldufólk í sátt og samlindi; þar til raðmorðingi fer á stjá.
„Ég er hæstánægður með að Tarsem skuli vilja leikstýra Carnival Row, sem við höfum verið að framleiða síðastliðin sex ár,“ sagði einn framleiðandana, Arnold Kopelson. „Einstaka tilfinning hans fyrir hinu sjónræna er hægt að bera saman við hinn mikla Ítalska málara, Michelangelo Caravaggio.“
Mirror Mirror er væntanleg í mars á næsta ári og vonandi verður ekki mikið lengra í þessa.