Tilkynnt hefur verið að teiknimyndameistarinn japanski, Hayao Miyazaki, sem er 72 ára gamall, sé sestur í helgan stein og nýjasta mynd hans, The Wind Rises, sé hans síðasta mynd.
The Wind Rises hefur notið gríðarlegra vinsælda í Japan og er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Miyazaki stofnaði kvikmynda – og teiknimyndafyrirtækið Studio Ghibli og hefur leikstýrt 11 myndum, þar á meðal sígildum myndum eins og My Neighbour totoro, Spirited Away og Castle In The Sky, og þykir frábær kvikmyndagerðarmaður.
Það var forstjóri Studio Ghibli sem tilkynnti um starfslok Miyazaki í Feneyjum nú um helgina, en sjálfur mun hann ræða málið nánar síðar í Tókíó í Japan.
Nýlega hafði leikstjórinn sagt að hann hygðist ekki láta af störfum strax, en honum hefur greinilega snúist hugur.
The Wind Rises er byggð á skáldsgöu Tatsuo Hori og segir skáldaða sögu byggða á Jiro Horikoshi, verkfræðingnum sem smíðaði Mitsubishi A6M Zero orrustu flugvélina sem Japanir notuðu í Síðari heimsstyrjöldinni.
Kíktu á stikluna fyrir myndina hér fyrir neðan: