The Conjuring fer vel af stað í USA

Yfirnáttúrulegur spennutryllir leikstjórans James Wan, The Conjuring, er best sótta mynd helgarinnar í Bandaríkjunum það sem af er. Mynd Robert Schwentke, R.I.PD., er á hinn bóginn ekki að slá í gegn, svo vægt sé til orða tekið.

THE CONJURING

 

Miðað við aðsóknina það sem af er helgarinnar, þá gæti The Conjuring þénað 30 milljónir Bandaríkjadala yfir alla helgina, sem frábær árangur fyrir mynd sem kostaði einungis 20 milljónir dala í framleiðslu.

Aðalhlutverk í myndinni leika þau Vera Farmiga og Patrick Wilson, en þau eru rannsakendur sem sérhæfa sig í yfirskilvitlegum atburðum sem hjálpa fjölskyldu sem komast í kynni við illar verur. Ron Livingston og Lili Taylor eru einnig á meðal leikenda.

R.I.P.D. er öllu dýrari mynd, en hún kostaði 120 milljónir dala, og útlit er fyrir að hún muni þéna einungis á bilinu 9 – 12 milljónir dala yfir alla helgina miðað við fyrstu tölur. Myndin er byggð á teiknimyndasögunni Rest in Peace Department eftir Peter M. Lenkov, og er með Ryan Reynolds og Jeff Bridges í hlutverkum dauðra lögregluþjóna sem þurfa að vernda lifandi fólk fyrir illum öndum sem neita að hverfa frá jörðinni.

Í myndinni, sem þykir svipa til Men in Black myndanna,  leika einnig Kevin Bacon og Mary-Louise Parker ( sem einnig leikur í Red 2 )

Aðrar myndir sem frumsýndar eru um helgina í Bandaríkjunum eru teiknimyndin Turbo og svo gaman  – spennumyndin Red 2, en talilð er að tekjur þeirra mynda verði um 20 milljónir dala yfir alla helgina.